Erlent

Trúðu ekki að vinur þeirra væri raðmorðingi

Hans Jürgen á sínum yngri árum
Hans Jürgen á sínum yngri árum Mynd af vef Bild.de
Vinir og kunningjar raðmorðingjans Hans Jürgen voru grunlausir um þá illsku sem vinur þeirra hafði að geyma. Gamall vinur raðmorðingjans Hans Jürgen S. trúði ekki sínum eigin eyrum þegar þýskir blaðamenn báru honum fregnina um að besti vinur hans væri nauðgari og raðmorðingi.

„Það getur ekki verið," hvíslaði hann. „Ég trúi því ekki."

Leigusali Hans hafði ekki þá mynd af honum að þar færi kaldryfjaður morðingi. Leigusalanum fannst Hans vera duglegur verkamaður, traustsins verður, fínn karl, svo að segja.

En því miður ná lýsingar vina og kunningja ekki yfir þá dökku hlið sem stjórnaði lífi múrarans Hans Jürgen. Han var óður kynferðisglæpamaður sem naut þess að sjá fórnarlömb sín þjást. Hann hefur þegar játað á sig fimm morð - öll á sjöunda og áttunda áratugnum, það síðasta fyrir um þrjátíu árum þegar hann nauðgaði og drap átján ára stúlku í blóma lífsins.

Lögreglan í Kiel handtók Hans Jürger, sem bjó í blokkaríbúð móður sinnar í Schleswig-Holstein, í apríl eftir að DNA sýni kom þeim á sporið. En það var ekki fyrr en á föstudaginn sem Hans Jürger játaði ódæðisverk sín, að sögn fjölmiðla í Þýskalandi var byrgðin á herðum hans of þung. Hann hafi viljað gera hreint fyrir sínum dyrum.

„Ég er ekki lengur sami maður og ég var," á Hans Jürger að hafa sagt.


Tengdar fréttir

Ófreskjan frá Kiel játar á sig fimm morð

Ófreskjan frá Kiel, raðmorðinginn Hans-Jürgen S., sem var handtekinn í byrjun apríl njósnaði um ungar stúlkur í bíl sínum, beið eftir rétta tækifærinu og myrti þær síðan. Tæp 30 ár eru frá því Hans varð síðasta fórnarlambi sínu að bana. DNA sýni kom lögreglunni á sporið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×