Erlent

Karlar finni skömm af því að yfirgefa heimili sín

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Cameron vill að skattakerfið viðurkenni hjónabandið. Mynd/afp.
David Cameron vill að skattakerfið viðurkenni hjónabandið. Mynd/afp.
Gera ætti feður sem hlaupa brott af heimilum sínum hornreka í samfélaginu, á sama hátt og drukknir ökumenn eru gerðir hornreka. Þetta segir David Cameron, forsætisráðherra Breta, í bréfi sem hann skrifaði í Sunday Telegraph. Ástæðan fyrir skrifunum er sú að í dag er feðradagur í Bretlandi. Cameron segir að feður sem hlaupa á brott eigi að finna fulla skömm af gerðum sínum. Hann segir að konur eigi ekki að þurfa að ala börn sín upp einar.

Fyrir kosningar hét Cameron því að gift pör fengu skattaafslátt. Cameron segist standa við þessar fyrirætlanir sínar. Fréttavefur BBC segir hins vegar að ósamstaða sé um málið á milli flokkanna sem mynda ríkisstjórn í Bretlandi.

„Ég vil að við viðurkennum hjónaband í skattakerfinu, þannig að við sem þjóð sýnum að við kunnum að meta skuldbindingu," segir Cameron.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×