Erlent

Lentu í vandræðum með 444 kíló af kókaíni um borð

Áhöfnin komast undan áður en lögregla fann kókaínið.
Áhöfnin komast undan áður en lögregla fann kókaínið.
Liðsmenn Strandgæslunnar í Buenos Aires höfuðborg Argentínu fundu 444 kíló af kókaíni um borð í lúxús seglskútu sem lent hafi í vandræðum úti fyrir ströndum landsins í gær. Skútan er skráð í Bandaríkjunum en var með spænskri áhöfn og var á leið frá La Plata til Piriapolis í Úrúgvæ þegar vél hennar bilaði.

Strandgæslan kom áhöfninni til aðstoðar og fylgdi skútunni að landi en þá fundu strandgæslumenn kókaínið falið í pakningum undir þilfari skútunnar. Einnig fannst eitthvað magn vopna. Áhafnarmeðlimum skútunnar hafði hins vegar tekist að komast undan áður en lögregla fann kókaínið og vopnin, en þeir sögðust þurfa finna varahluti í vél bátsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×