Erlent

Gagnrýna seinagang ESB í refsiaðgerðum gegn Íslendingum

Richard Lochhead sjávarútvegsráðherra Skotlands hefur gagnrýnt seinagang Evrópusambandsins í að grípa til refsiaðgerða gegn Íslendingum og Færeyingum vegna makrílveiða þessara þjóða.

Lochhead var harðorður í garð Evrópusambandsins á fundi í Lúxemborg í gær og sagði að meðan sambandið væri í naflaskoðun horfðu Skotar upp á að verðmætasta afla þeirra væri rænt með ábyrgðarlausum veiðum Íslendinga og Færeyinga.

Samkvæmt frétt um málið á BBC sagði Evrópusambandið í mars s.l. að refsiaðgerðir væru yfirvofandi. Í dag er rætt um að þær komi fyrst til framkvæmda í október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×