Erlent

Ungverjar elska Ronald Reagan

Óli Tynes skrifar
Ronald Reagan
Ronald Reagan
Þótt Ronald Reagan hafi aldrei komið til Ungverjalands tryggði barátta hans gegn kommúnisma honum sérstakan stað í hjörtum Ungverja. Því hefur nú verið ákveðið að reisa af honum tveggja metra háa styttu á frelsistorginu í Búdapest. Styttan stendur á þunnri plötu og er eins og forsetinn fyrrverandi sé á gangi á torginu. Hendur hans eru opnar og fólk getur heilsað honum með handabandi.

 

Viktor Orban, forseti Ungverjalands sagði í formála að bók um Reagan: "Á áttunda áratugnum gaf hann okkur þá von að þrátt fyrir erfiðleikana ættum við að halda áfram baráttunni fyrir frelsi og sjálfstæði" Meðal viðstaddra þegar styttan verður afhjúpuð á morgun verður Condoleezza Rice fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×