Erlent

Michele Bachmann líkti sér við raðmorðingja

Bandaríski þingmaðurinn Michele Bachmann hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í forkosningum Repúblikanaflokksins um væntanlegt forsetaefni flokksins. Við tilkynninguna líkti hún sér óvart við þekktan raðmorðingja.

Bachmann tilheyrir Teboðshreyfingunni og er jafn umdeild og Sarah Palin. Það gekk ekki stórslysalaust fyrir Bachmann að tilkynna um framboð sitt.

Hún ætlaði að líkja sér við leikarann John Wayne en líkti sér í staðinn við þekktan raðmorðingja sem var kallaður Drápstrúðurinn. Bachmann sagði nefnilega í ræðu sinni að John Wayne kæmi frá Waterloo í Iowa. Það er ekki rétt; hann var fæddur í Winterset. Hins vegar var Drápstrúðurinn frá Waterloo, en fullt nafn hans var John Wayne Gacy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×