Erlent

Verkfall hjá opinberum starfsmönnum í Bretlandi

Búist er við að yfir 700 þúsund opinberir starfsmenn í Bretlandi muni taka þátt í eins dags verkfalli sem stéttarfélög þeirra hafa boðað til á fimmtudag.

Stéttarfélögin slitu samningaviðræðum sínum við stjórmvöld í gærkvöldi en tekist var á um hækkun á greiðslu starfsmannanna í eftirlaunasjóði samhliða því að vinnutíminn verði lengdur eins og bresk stjórnvöld hafa boðað í tengslum við aðhaldsaðgerðir þeirra til að mæta afleiðingum kreppunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×