Erlent

Aldurstakmark á tölvuleiki samræmist ekki stjórnarskránni

Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í dag að lög, sem sett voru í Kalíforníu og leggja bann við sölu á ofbeldisfullum tölvuleikjum, samræmist ekki stjórnarskránni. Meirihluti dómara við réttinn voru á þeirri skoðun að ríkjum sé óheimilt að „skerða þær hugmyndir sem börn kunni að komast í snertingu við," eins og það er orðað. Því væri bannið það brot á fyrsta stjórnarskrárviðaukanum.

Lögin sem sett voru í Kalíforníu hefðu gert börnum óheimilt að kaupa tölvuleiki sem innihalda ofbeldi, leiki á borð við Grand Theft Auto, Duke Nukem 3D og Mortal Kombat.

Antonin Scalia hæstaréttardómari sagði að lögin í Kalíforníu væru mistök og að stór munur væri á því að vernda börn gegn lýsingum á kynlífi og lýsingum á ofbeldi. Hann benti á að börn hefðu í gegnum árin fengið að heyra ofbeldisfull ævintýri og nefndi hann Hans og Grétu og fleiri ævintýri Grimms-bræðra máli sínu til staðfestingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×