Erlent

Talíbanar hóta árásum í Bandaríkjunum og Evrópu

Waliur Rehman einn háttsettasti talíbaninn í Pakistan flutti ávarpið sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni Al Arabyia.
Waliur Rehman einn háttsettasti talíbaninn í Pakistan flutti ávarpið sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni Al Arabyia.
Talíbanar í Pakistan hótuðu því um helgina að yfirvofandi væru hryðjuverkaárásir á skotmörk í Bandaríkjunum og Evrópu. Árásunum er ætlað að hefna fyrir drápið á Osama Bin Laden í maí, en þetta kom fram í ávarpi hátt setts talíbanaforingja í landinu. Að hans sögn eru helstu skotmörkin í Evrópu í Frakklandi og í Bretlandi. Í sama ávarpi lýstu talíbanar ábyrgð á árás á pakistanska flotastöð í lok maí á hendur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×