Erlent

Palestína sækist eftir viðurkenningu SÞ

Yasser Abed Rabbo, aðalritari Framkvæmdarnefndar palestínsku frelsissamtakanna, tilkynnti fyrirætlanirnar í gærkvöld.
Yasser Abed Rabbo, aðalritari Framkvæmdarnefndar palestínsku frelsissamtakanna, tilkynnti fyrirætlanirnar í gærkvöld. Mynd/AP
Palestínsk yfirvöld hyggjast sækjast eftir viðurkenningu Sameinuðu Þjóðanna sem sjálfstætt ríki. Það var Yasser Abed Rabbo, aðalritari Framkvæmdarnefndar palestínsku frelsissamtakanna, sem las upp tilkynninguna í gærkvöld, en bæði Ísrael og Bandaríkin eru mótfallin því að Palestína öðlist sjálfstæði.

Leiðtogar Palestínu segja að sjálfstæði landsins myndi styrkja tilraunir til að setjast aftur við samningsborðið ásamt Ísrael, og biðja þeir öll lönd að styrkja þetta frumkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×