Innlent

Aðildarviðræður við ESB hafnar

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ásamt Janos Martonyi utanríkisráðherra Ungverjalands og forseta Evrópuráðsins.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ásamt Janos Martonyi utanríkisráðherra Ungverjalands og forseta Evrópuráðsins. Mynd/AP
Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hófust í dag þegar fyrstu fjórir kaflar viðræðnanna voru teknir fyrir, en samkvæmt fréttatilkynningu á síðu sambandsins hefur yfirferð á tveimur þessara kafla verið lokað til bráðabirgða.

Janos Martonyi, utanríkisráðherra Ungverjalands og forseta Evrópuráðsins, opnaði á fundinum fjóra viðræðukafla sem fjalla um innkaup hins opinbera, upplýsingasamfélagið og fjölmiðla, vísindi og rannsóknir, og menntun og menningu, en Ísland hefur þegar tekið upp löggjöf Evrópusambandsins að stóru leyti í þessum málaflokkum vegna aðildar að Evrópska Efnahagssvæðinu.

Köflunum sem tóku á vísindum og rannsóknum og menntun og menningu var lokað til bráðabirgða í ljósi þess hve vel undirbúnir Íslendingar voru á fundinum.

Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, sagðist í tilkynningunni vera ánægður með skilvirkt upphaf samninga. Fundurinn væri mikilvægt skref í aðildarferli Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×