Erlent

Kólígerlasmit komið upp í Frakklandi

Kólígerasmitið sem kostað hefur 46 manns lífið í Þýskalandi virðist hafa stungið sér niður í Frakklandi.

Samkvæmt frétt um málið á CNN hafa átta manns sýkst af þessu smiti í Frakklandi að undanförnu og liggjan nú á tveimur sjúkrahúsum í borginni Bordeaux.

Í ljós hefur komið að sex af þeim sem eru sýktir borðuðu baunaspírur á opnu húsi í leikskóla í borginni og að þessar spírur hafi verið ræktaðar í Frakklandi. Fræin sem notuð voru við ræktun þeirra komu hinsvegar frá Bretlandi. Yfirvöld í báðum löndunum eru nú að rannsaka málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×