Erlent

Uppreisnarmenn sækja í átt að Trípolí

Fréttir berast nú af miklum bardögum suður af Trípólí höfuðborg Líbýu milli uppreisnarmanna og hersveita sem eru hliðhollar Muammar Gaddafi leiðtoga landsins.

Uppreisnarmenn hafa tjáð BBC að þeir séu í sókn í átt til Trípolí en bardagarnir geysa í kringum þorpið Bir al-Ghanam sem er í um 80 km fjarægð suður af höfuðborginni.

Fréttamaður BBC er staddur í Bir al-Ghanam og segir hann að herþotur frá NATO aðstoði uppreisnarmenn með því að gera loftárásir á hersveitir Gaddafis. Bardagarnir hófust í gærdag og standa enn en ekki er vitað hve margir hafa fallið í þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×