Erlent

Klósettkafari handtekinn

Ferðaklósett. Maðurinn faldi sig í rotþrónni.
Ferðaklósett. Maðurinn faldi sig í rotþrónni.
Lögreglan í Colorado í Bandaríkjunum handtóku karlmann um þrítugt í síðustu viku en hann hafði falið sig í rotþró ferðaklósetts á Yoga hátíð sem haldin var í fylkinu.

Það var einn af kvenkyns gestum hátíðarinnar sem varð var við manninn þegar hún opnaði klósettið með það að markmiði að gera þarfir sínar. Þá sá hún óvænt andlit á manni ofan í klósettinu.

Henni brá svo mikið að hún sótti annan gest, sem leit niður í klósettið. Gesturinn sá einnig manninn. Öryggisvörður veitti manninum svo eftirför en missti af klósettkafaranum, sem var þakinn úrgangi.

Skömmu síðar var maðurinn handtekinn fyrir að betla út á götu. Þá kom í ljós að hann var afar líkur klósettkafaranum sem lýst var eftir. Maðurinn verður líklega ákærður fyrir kynferðisbrot og fyrir brot á friðhelgi einkalífsins samkvæmt fréttastofu AP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×