Erlent

Yoda ljótasti hundur heims

Rotta eða hundur? Einu sinni var eigandinn ekki viss.
Rotta eða hundur? Einu sinni var eigandinn ekki viss.
Smáhundurinn Yoda var kjörinn ljótasti hundur heims á árlegri hátíð í Norður-Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær. Hundurinn er fjórtán ára gamall og er samblanda af kínverskum smáhundi, sem er vel að merkja sama tegund og hundurinn Lúkas var af, og svo mexíkóska smáhundakyninu Chihuahua, sem kannski fleiri kannast við.

Eigandi Yoda, Bandaríkjamaðurinn Terry Schumacher, segir Yoda hafa fríkkað talsvert frá því hún fann hann einan og yfirgefin í húsasundi. Þá hélt Terry að hundurinn væri risavaxin rotta.

Yoda tekur við titlinum af eineygða smáhundinum Abby Princess, sem einnig er af kínverska kyninu. Sigurvegarinn fær þúsund dollara fyrir sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×