Erlent

Köngulóarmaðurinn lögsóttur fyrir pókerspil

Í lögsókninni segir að Maguire hafi verið afar tíður gestur pókerleikjanna.
Í lögsókninni segir að Maguire hafi verið afar tíður gestur pókerleikjanna. Mynd/AP
Hollywood-leikarinn Tobey Maguire, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Köngulóarmanninn í samnefndum kvikmyndum, stendur nú frammi fyrir lögsókn en hann er sagður hafa unnið meira en andvirði 34 milljónir íslenskra króna í ólöglegum pókerleikjum hinna ríku og frægu.

Lögsóknin snýst þó ekki um þá staðreynd að leynilegu pókersamkomurnar hafi verið ólöglegar, heldur hyggjast nú fjárfestar sem aldrei komu nálægt leikjunum að gera tilkall til vinningsfésins fyrir dómi.

Maðurinn sem stóð fyrir pókerleikjunum er nefnilega sakaður um fjárdrátt en honum tókst að tapa tæpum þremur milljörðum af peningum fjárfesta sinna sem hann á að hafa dregið að sér á árunum 2006-2009. Fjárfestarnir freista þess því nú að endurheimta það fé sem þeim er skuldað með því meðal annars að beina spjótum sínum að vinningsfé Maguire.

Auk fjársterkra frumkvöðla, lögfræðinga og viðskiptajöfra eru Hollywood-stjörnur á borð við Leonardo DiCaprio, Ben Affleck og Matt Damon einnig sagðar hafa tekið þátt í þessum "neðanjarðar" pókerleikjum, sem áttu sér oftast stað í lúxussvítum fínna hótela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×