Erlent

Galliano fyrir rétt í París

Réttarhöld hófust í dag í París yfir tískumógúlnum John Galliano, sem sakaður er um að hafa tvívegis hreytt and-gyðinglegu níði í fólk á kaffihúsi í borginni. Galliano, sem í framhaldi af fréttum af málinu var rekinn sem yfirhönnuður Dior tískuhússins, gæti átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsi og milljónasekt.

Búist er við því að lögfræðingar hans beri því við að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna og því hafi hann misst stjórn á sér. Myndband af þriðja atkvikinu af svipuðum meiði gekk eins og eldur um sinu á Netinu en þar segist Galliano elska Hitler og segir tveimur stúlkum að hann óski þess að foreldrar þeirra hefðu lent í gasofnunum á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×