Erlent

Elsta kona heims látin

Maria Gomes Valentim, sem talin hefur verið elsta kona í heimi, lést í heimabæ sínum í Brasilíu í gær 114 ára og 347 daga gömul. Heimsmetabók Guinnes hafði sannreynt nýverið að fæðingarvottorð hennar væri ófalsað og skráði hana í sínar bækur í síðasta mánuði. María átti aðeins nokkrar vikur í að ná 115 ára aldri en hún var fædd árið 1896.

Áður hafði verið talið að Besse Cooper frá Georgíu í Bandaríkjunum væri sú elsta en sérfræðingar Guinnes komust að því að María væri 48 dögum eldri. Nú fer titillinn hinsvegar aftur til frú Cooper.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×