Erlent

Gríska stjórnin hélt velli

Þúsundir hafa mótmælt í Aþenu síðustu vikur.
Þúsundir hafa mótmælt í Aþenu síðustu vikur.
Gríska ríkisstjórnin hélt velli í nótt þegar þingið greiddi atkvæði um traust til hennar. 155 þingmenn greiddu atkvæði með ríkisstjórninni en 143 voru á móti. Tveir þingmenn sátu hjá. Næsta mál á dagskrá er að koma umdeildum niðurskurðartillögum í gegnum þingið en líklegt er talið að það takist í ljósi úrslita atkvæðagreiðslunnar í nótt. Ráðherrar evruríkjanna hafa sagt að niðurskurðurinn sé forsenda þess að Grikkir fái frekari lán frá ríkjunum en þúsundir Grikkja hafa hinsvegar mótmælt tillögunum síðustu vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×