Erlent

Vildi að gjaldkerinn myndi afhenta sér einn dollara

James Verone
James Verone
James Verone fimmtíu og níu ára gamall maður frá Norður-Karólínu, gekk inn í banka á dögunum og afhenti gjaldkeranum miða þar sem stóð á: Þetta er bankarán. Vinsamlegast afhentu mér einn dollara.

En það var ekki peningurinn sem Verone var á eftir heldur eitthvað allt annað. „Ég labbaði að gjaldkeranum, sýndi henni miðann og sagði við hana: Ég ætla að setjast þarna í stólinn og bíða eftir lögreglunni," segir hann í samtali við fjölmiðla.

Hann segist ekki vera með sjúkratryggingu en sé með æxli í bringunni og sé kvalinn vegna þess.  Hann segist vonast til að fá þriggja ára fangelsi fyrir ránið því þá geti hann fengið þá þjónustu lækna í fangelsinu sem hann telur sig þurfa - en hann er ekki sáttur við svör lækna í borg sinni.

Fangelsislæknir segir að Verone sé að reyna að svindla á kerfinu en Verone segist einungis vilja þá aðstoð lækna sem hann telur sig þurfa og því hafi hann neyðst til að fara þá leið sem hann fór.

Talið er líklegt að hann fái stuttan fangelsisdóm - hvort að það dugi til þess að hann fái lausn á sínum vandamálum skal ósagt látið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×