Erlent

Fjörutíu og fjórir fórust í flugslysi - átta komust af

Mikill eldur braust út þegar vélin hrapaði.
Mikill eldur braust út þegar vélin hrapaði. MYND/AP
Fjörutíu og fjórir fórust þegar farþegaflugvél hrapaði í Norð-Vestur Rússlandi í nótt. Átta liggja slasaðir á sjúkrahúsi. Vélin, sem er af gerðinni Tupolev 134 frá flugfélaginu RusAir, átti um einn kílómeter ófarinn að flugvellinum þegar eitthvað fór úrskeiðis.

Flugmaðurinn reyndi þá að lenda vélinni á hraðbraut en vélin brotlenti og eldur braust út. Litlu mátti muna að hún færi á íbúðabyggð nálægt veginum. Á meðal þeirra sem komust af er tíu ára drengur og stúlka sem talin er vera systir hans. Rússneskir miðlar greina frá því að á meðal hinna látnu sé sænskur ríkisborgari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×