Erlent

Grikkir út í kuldann

Óli Tynes skrifar
Oft hefur komið til óeirða í Grikklandi undanfarna mánnuði.
Oft hefur komið til óeirða í Grikklandi undanfarna mánnuði. Mynd/AP
Niðursveifla varð á mörkuðum í Evrópu í morgun eftir að leiðtogar þjóða á evrusvæðinu frestuðu því að taka ákvörðun um 10 milljarða sterlingspunda lán til Grikklands. Niðurstaða þeirra var sú að Grikkir þyrftu að grípa til enn frekari niðurskurðar áður en hægt væri að samþykkja lánið. Grikkland hefur logað í óeirðum undanfarnar vikur vegna þess niðurskurðar sem þegar hefur verið ákveðinn.

 

Æ fleiri stjórnmálamenn virðast vera að komast á þá skoðun að heppilegast væri að bjarga ekki Grikklandi heldur láta það hrökklast út af evrusvæðinu. Meðal þeirra er Boris Johnson borgarstjóri í Lundúnum. Bretar eru sérstaklega tregir við að leggja Grikklandi til fé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×