Erlent

Medvedev ekki fram gegn Putin

Óli Tynes skrifar
Vladimir Putin og Dmitry Medvedev.
Vladimir Putin og Dmitry Medvedev.
Dmitry Medvedev forseti Rússlands segir að hann muni ekki bjóða sig fram gegn Vladimir Putin í forsetakosningunum á næsta ári. Medvedev gaf í skyn að ekki væri búið að ákveða hvor þeirra byði  sig fram. Putin skipti yfir í stól forsætisráðherra árið 2008 eftir að hafa setið sem forseti í tvö kjörtímabil. Samkvæmt rússnesku stjórnarskránni má forseti ekki sitja lengur í embætti.

 

Gengið var út frá því strax í upphafi að Medvedev myndi bara halda forsetastólnum volgum fyrir Putin í eitt kjörtímabil. Undanfarnar vikur hefur Medvedev hinsvegar látið orð falla sem benda til þess að hann vilji sitja áfram. Í viðtali við BBC um helgina sagði hann hinsvegar að þótt hann vildi gjarnan gegna embættinu lengur muni hann ekki bjóða sig fram ef Putin geri það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×