Erlent

Flóttamönnum fjölgar mikið

Flóttamenn frá stríðshrjáðum löndum hafa ekki verið fleiri í heiminum í fimmtán ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Langflestir þeirra hafast við í fátækum löndum sem eru illa búin til þess að taka við fólkinu en flestir eru í pakistan, tæplega tvær milljónir, og þar á eftir koma Íran og Sýrland. Við lok síðasta árs er áætlað að 43 milljónir manna hafi verið á vergangi vegna stríðsátaka eða náttúruhamfara. Af þeirri tölu eru rúmlega helmingur börn.

Tölurnar ná ekki til þeirra þúsunda sem lagt hafa á flótta í kjölfar uppreisnana í mið austurlöndum á þessu ári. Þegar nánar er rýnt í tölurnar kemur í ljós að rúmlega fimmtán milljónir hafa þurft að flýja land sitt en 28 milljónir hafa þurft að flytja sig til innan heimalands síns. Skýrslan leiðir einnig í ljós að flóttamenn sem náðu að snúa aftur á sínar heimaslóðir hafa ekki verið færri í tvo áratugi, en þeir voru 197 þúsund á síðasta ári. Til viðbótar við þetta bætast við 12 milljónir manna sem eru ríkisfangslaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×