Erlent

Hreinsað til í Ríó fyrir HM 2014

MYND/AP
Brasilíska lögreglan hefur hertekið eitt stærsta fátækrahverfið í Ríó de Janeiro en til stendur að losa hverfið við glæpaklíkurnar sem þar ráða ríkjum. Aðgerðirnar eru hluti af undirbúningi landsins fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2014 en hverfið er nálægt Maracana vellinum þar sem úrslitaleikurinn mun fara fram.

Um 800 lögreglu- og hermenn fóru inn í hverfið í morgun á brynvörðum vögnum og þyrlur dreifðu myndum af eftirlýstum glæpamönnum yfir svæðið. Ekki hefur enn komið til átaka og eru íbúarnir flestir sagðir ánægðir með átakið enda orðnir langþreyttir á yfirráðum glæpamannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×