Innlent

Rýmingu aflétt - óvissuástand í stað hættustigs

Frá Múlakvísl
Frá Múlakvísl Mynd/Stöð2
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjóran á Hvolsvelli og vísindamenn lækkað almannavarnastig af hættustigi niður á óvissustig.

Órói hefur minnkað í jöklinum og vatnsyfirborð lækkað í Múlakvísl en sérstök vakt verður á Veðurstofu Íslands og fylgst með framvindunni. Þá hefur rýmingu í Álftaveri og Meðallandi hefur verið aflétt.

Mýrdalsjökull er áfram skilgreint sem hættusvæði og er lokaður allri umferð. Slysavarnafélagið Landsbjörg verður með öfluga hálendisvakt á svæðinu og fjöldahjálparstöð verður áfram opin á Kirkjubæjarklaustri, segir í tilkynningu frá Almannavörnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×