Innlent

Þyrlan ferjaði fólk frá Þakgili

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólkið var flutt til Víkur í Mýrdal. Mynd/ Þórir N. K.
Fólkið var flutt til Víkur í Mýrdal. Mynd/ Þórir N. K.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug upp að Þakgili, undir Kötlujökli, til þess að sækja fólk sem þar var statt. Fólkið fór svo frá borði í Vík, samkvæmt upplýsingum frá Þóri Kjartanssyni sem tók meðfylgjandi mynd.

Fjöldahjálparstöðvar hafa verið settar upp í Grunnskólanum í Vík og í Kirkjubæjarskóla og hafði fólk þegar tekið að safnast saman í síðarnefndaskólanum þegar Vísir hafði samband þangað fyrr í morgun. Þá veit Vísir til þess að til standi að flytja prest frá Vík yfir á Kirkjubæjarklaustur þar sem hann á að vera við jarðarför á Prestbakka í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×