Innlent

Blaðamaður býst við gjaldþroti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
„Ég var nú bara undir allt búinn. Það var ekkert sem sagði mér að þetta myndi allt fara vel," segir Jón Bjarki Magnússon, blaðamaður á DV, í samtali við Vísi. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann í morgun til að greiða dönskum manni, Kim Gram Laurse, 500 þúsund krónur í bætur og 750 þúsund krónur í málsbætur vegna ummæla sem Jón Bjarki hafði eftir fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður mannsins

Jón Bjarki býst við því að þurfa að greiða upphæðina sjálfur og segist ekki eiga neina kröfu á útgefanda DV. „Mér er stefnt persónulega og ég er undir í þessu máli," segir Jón Bjarki Hann segist samt bara vera námsmaður í sumarstarfi á DV . Hann hafi því engan veginn efni á að greiða þetta. „Ég sé bara fram á að verða gjaldþrota ef þetta stendur. Það er eiginlega bara svolítið subbulegt," segir Jón Bjarki.

Jón Bjarki segir það vera athyglisvert að dómarinn byggi á dómafordæmi í Hæstaréttarmáli sem hafi verið kært til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þar er um að ræða mál sem Ásgeir Davíðsson á Goldfinger höfðaði gegn ritstjóra og blaðamanni Vikunnar. Ásgeir vann málið fyrir héraðsdómi og Hæstarétti en málið var svo kært til mannréttindadómstólsins og bíður úrlausnar þar.



Yfirlýsing sem Jón Bjarki hefur sent frá sér vegna málsins er meðfylgjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×