Innlent

Líkamsræktarsýning í Hörpu í haust

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hjalti Úrsus Árnason hefur veg og vanda að skipulagningu mótanna. Mynd/ sigurjón.
Hjalti Úrsus Árnason hefur veg og vanda að skipulagningu mótanna. Mynd/ sigurjón.
Icelandic Fitness and Health Expo verður haldin í Hörpu í nóvember næstkomandi. Um er að ræða árlega sýningu, ráðstefnu og keppni í hverju sem viðkemur líkamsrækt og heilsu. Keppt verður í vaxtarrækt, aflraunum, kraftlyftingum.

Þá verður jafnframt haldið næsta Evrópumeistaramót World Body Building and Fitness Federation Amateur haldið á Íslandi. „Við eigum von á gríðarlega mikið af alþjóðlegum stórstjörnum hingað til landsins,“ segir Hjalti Úrsus Árnason, einn þeirra sem hefur veg og vanda að skipulagningunni.

Hann segir að Icelandic Fitness and Health Expo verði ein stærsta íþróttahátíðin í Evrópu og á von á gríðarlega mikið af erlendum ferðamönnum hingað til lands. Hann segir að þegar hátíðin var haldin hér í fyrra hafi komið fólk allt frá Ástralíu. Hjalti segir að sigurvegararnir í mótinu muni fá þátttökurétt á meistarmóti sem haldið er í Toronto á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×