Innlent

Jóhanna á fund Angelu Merkel

Þær stöllur hittust meðal annars á loftslagsráðstefnu árið 2009.
Þær stöllur hittust meðal annars á loftslagsráðstefnu árið 2009.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands, mun eiga fund með Angelu Merkel kanslara Þýskalands á mánudaginn. Merkel boðaði Jóhönnu til fundarins og munu þær stöllur hittast klukkan ellefu á mánudagsmorgun.

Ekki fæst uppgefið hvert tilefni fundarins er, annað en að Merkel hafi boðað til hans, en Þýskaland hefur borið hitann og þungan af björgunaraðgerðum Evrópusambandsins handa Grikkjum og fleiri suður Evrópu þjóðum. Jóhanna flýgur að öllum líkindum til Þýskalands á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×