Í fyrsta sinn hefur manngert líffæri verið grætt í manneskju. Líffærið sem um ræðir er barki, og var hann græddur í Andemariam Teklesenbet Beyene, 36 ára gamlan meistaranema í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.
Beyene þjáðist af krabbameini og átti orðið erfitt með öndun þar sem æxli á stærð við golfkúlu hafði vaxið í öndunarvegi hans.
Líffærið var skapað af vísindamönnum í London sem sköpuðu eftirlíkingu af barka Beyene úr gleri sem þeir síðan lögðu í bleyti í stofnfrumum úr sjúklingnum. Líffæragjafi var því óþarfur og engar líkur eru á að líkami Beyene hafni nýja barkanum.
Aðgerðin var framkvæmd fyrir mánuði síðan, en Beyene segist á vef BBC vera spenntur yfir því að komast aftur til Íslands og ljúka þar námi sínu svo hann geti snúið aftur til fjölskyldu sinnar í Eritreu.
Fyrsta manngerða líffærið grætt í meistaranema við HÍ
