Innlent

Lyktin kom upp um kannabisræktun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti töluverða kannabisræktun í einbýlishúsi í austurborginni í gærkvöldi og handtók ræktandann. Lögreglu barst ábending um einkennilega lykt frá húsinu og við rannsókn fundust 80 kannabisplöntur í kjallara þess auk tveggja kílóa af tilbúnu kannabis.

Hald var lagt á efnið og plönturnar, en manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum í nótt. Hann mun áður hafa verið staðinn að kannabisræktun, enda var faglega staðið að ræktuninni, sem fannst í gærkvöldi, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×