Erlent

Suður Súdan verði 193. meðlimur Sameinuðu Þjóðanna

Sjálfstæðisfögnuðurinn var æfður í Juba, höfuðborg Suður Súdan, í dag.
Sjálfstæðisfögnuðurinn var æfður í Juba, höfuðborg Suður Súdan, í dag. Mynd/AP
Emmanuel Issoze-Ngondet, forseti Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna, segist búast við að á ráðuneytafundi þann 13. júlí næstkomandi verði mælt með samþykki Suður Súdans sem 193. meðlimi Sameinuðu Þjóðanna.

Þá er búist við því að Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna komi saman næsta dag, þann 14. júlí, til þess að samþykkja tillöguna.

Suður Súdan hyggst lýsa yfir sjálfstæði frá norðurhluta landsins næsta laugardag, þann 9. júlí, í kjölfarið á áratugalangri borgarastyrjöld milli norðurs og suðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×