Erlent

Samkynhneigðir Indverjar æfir út í heilbrigðisráðherrann

Baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra komu saman í Nýju Delí á dögunum til þess að minnast þess að tvö ár eru nú liðin frá því lög sem bönnuðu samkynhneigð voru afnumin í landinu.
Baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra komu saman í Nýju Delí á dögunum til þess að minnast þess að tvö ár eru nú liðin frá því lög sem bönnuðu samkynhneigð voru afnumin í landinu. MYND/AFP
Ráðherra heilbrigðismála á Indlandi hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir nýleg ummæli sín í garð samkynhneigðra en ráðherrann sagði á dögunum að samkynhneigð væri sjúkdómur sem smitaðist nú hratt manna í millum í landinu.

Ástir samkynhneigðra voru lengi vel bannaðar á Indlandi en árið 2009 var ákveðið að afnema bannið. Þessu var fagnað innilega af baráttumönnum samkynhneigðra sem nú eru æfir út í ráðherrann, sem segir samkynhneigð ónáttúrulega.

Hann bætti því við að erfitt væri að greina sjúkdóminn og þar af leiðandi að lækna hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×