Erlent

Verkjalyf valda gáttatifi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verkjalyf, á borð við ibúfen, valda gáttatifi. Mynd/ Getty.
Verkjalyf, á borð við ibúfen, valda gáttatifi. Mynd/ Getty.
Algeng verkjalyf, eins og íbúfen, auka líkurnar á óreglulegum hjartslætti. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtist í British Medical Journal í gær.

Niðurstöður eldri rannsókna hafa sýnt að íbúfen eykur líkurnar á hjartaáföllum. Þessi nýja rannsókn sýnir hins vegar tengsl á milli notkunar verkjalyfja og gáttatifs, eða óreglulegs hjartsláttar. Algengara er að fólk fái gáttatif en hjartaslag, en hið fyrrnefnda getur orsakað hið síðarnefnda.

Fræðimennirnir sem stóðu að rannsókninni könnuðu næstum 33 þúsund sjúklinga á tímabilinu 1999 - 2009. Helstu niðurstöður voru þær að fólk sem hafði nýlega byrjað að nota verkjalyf, á borð við íbúfen og aspirín, voru allt að 40% líklegri til þess að fá gáttatif. Eldra fólk var í meira hættu en þeir sem yngri eru og sjúklingar með nýrnavaldamál og svokallaða iktsýki, sem er bólgusjúkdómur.

Henrik Toft Sørensen prófessor, sem hafði veg og vanda að rannsókninni, segir að hjartasjúklingar eigi ekki að hætta að taka verkjalyf en þeir skuli ræða málin vel við lækna sína




Fleiri fréttir

Sjá meira


×