Erlent

Flugeldaglaðar löggur gátu ekki beðið eftir þjóðhátíðardeginum

Bandaríkjamenn héldu upp á þjóðhátíðardag sinn í dag og minntust þess að nú eru liðin 235 ár frá því þjóðin lýsti yfir sjálfstæði sínu frá Bretum með undirritun sjálfstæðisyfirlýsingarinnar.

Svo virðist þó sem nokkrir lögreglumenn í New York fylki hafi tekið forskot á sæluna. Þann 1. júlí síðastliðinn kveiktu þeir í stórum haug af flugeldum sem gerðir höfðu verið upptækir, en notkun flugelda hefur verið bönnuð í mörgum sýslum í Bandaríkjunum vegna mikilla þurrka undanfarið.

Sprengingarnar tóku þeir svo upp á myndband, sem fylgir með fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×