Erlent

Leiðtogi FARC slapp naumlega

Alfonso Cano slapp naumlega úr árásinni.
Alfonso Cano slapp naumlega úr árásinni.
Leiðtogi skæruliðahreyfingar FARC í Kólombíu slapp naumlega úr klóm stjórnarhersins þegar árás var gerð á búðir skæruliðanna. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá forseta Kólombíu í gærkvöldi en yfirvöld í landinu hafa barist við skæruliðana í áraraðir.

Á síðustu misserum hefur herinn einbeitt sér að því að ná í leiðtoga hreyfingarinnar og hafa margir hátt settir FARC liðar fallið í slíkum árásum. Forsetinn segir að Alfonso Cano foringi uppreisnarmanna hafi sannarlega verið í búðunum nokkrum klukkustundum áður en árásin var gerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×