Erlent

Makríllinn mætir seint og heldur sig sunnan til

Makríllinn, nýjasti nytjafiskurinn hér við land, virðist ætla að haga göngu sinni á miðin öðruvísi er undanfarin nokkur ár. Hans verður nú mun minna vart austur af landinu en áður, en gengur hinsvegar í ríkara mæli í hlýsjóinn suður af landinu og hefur veiðst betur við Vestmannaeyjar en áður. Hann er líka heldur seinni á ferðinni en áður, en veiðarnar eru þó að komast í fullan gang. Þeim er nú að verulegu leyti stýrt úr landi þannig að sem mest af aflanum fari til manneldisvinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×