Exeter-dómari upplýsti um stöðu sína en taldi önnur tengsl léttvægari Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. júlí 2011 18:30 Einar Ingimundarson, settur héraðsdómari í Exeter-málinu, vissi að samstarfsmaður hans hjá Íslenskum verðbréfum hefði verið vitni á rannsóknarstigi í málinu þegar hann tók að sér að dæma í því. Hann lét dómsformanninn, Arngrím Ísberg vita af stöðu sinni. Eins og fréttastofa greindi frá á fimmtudag er Einar, sem er héraðsdómslögmaður og einn þriggja dómara í Exeter-málinu, lögmaður hjá Íslenskum verðbréfum sem eru í eigu Byrs hf. Hann ásamt Arngrími Ísberg sýknaði sakborninga í málinu af umboðssvikum en einn dómari, Ragnheiður Harðardóttir, skilaði sératkvæði og vildi sakfella tvo sakborninga. Tengsl Einars við Byr eru ekki aðeins þau að hann vinni hjá Íslenskum verðbréfum, því einn af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa er Atli Örn Jónsson, vitni í Exeter-málinu, en hann var náinn samstarfsmaður Ragnars Z. Guðjónssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byrs og eins af sakborningunum í málinu og áttu þeir m.a saman félagið Húnahorn en viðskipti með hlutabréf í eigu þess voru hluti af sakarefninu. „Ég vakti athygli Arngríms á að ég væri starfsmaður Íslenskra verðbréfa" Í g-lið 6. gr. laga um meðferð sakamála er ákvæði um sérstakt hæfi dómara en þar segir að dómarar séu vanhæfir ef fyrir hendi séu „önnur atvik eða aðstæður sem séu til þess fallin að draga óhlutdrægni þeirra með réttu í efa." Dómarar huga sjálfir að hæfi sínu og úrskurða raunar sjálfir um eigið hæfi sé það dregið í efa. En þá er stóra spurningin hvort Einar Ingimundarsson hafi sérstaklega vakið athygli á sínum tengslum og hugsanlegu vanhæfi sínu. Vaktirðu athygli Arngríms Ísbergs á hugsanlegu vanhæfi þínu? „Ég vakti athygli Arngríms á því að ég væri starfsmaður Íslenskra verðbréfa og Byr hf. væri stærsti hluthafi þess félags, en varðandi einhver tengsl mín við Atla Örn, sem vissulega vinnur hjá Íslenskum verðbréfum, þá flaug það mér ekki til hugar að það gætu verið einhver vanhæfistengsl þar á milli," segir Einar Ingimundarson. Vissi að Atli Örn hefði verið vitni Einar segist að hafa vitað af því að Atli hefði verið meðal vitna ákæruvaldsins á rannsóknarstigi, en Exeter málið hafi aldrei verið rætt í vinnunni. „Ég vissi að hann hefði farið í einhverjar skýrslutökur en ég vissi ekki að hann væri vitni í málinu, en ég vissi að hann hefði farið í skýrslutökur, já," segir Einar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar var sérstakt hæfi dómaranna ekki sérstaklega kannað við úhlutun málsins. „Við vissum að hann væri að vinna hjá Íslenskum verðbréfum en varðandi tengslin við Atla Örn Jónsson, við þekktum þau ekki," segir Björn Þorvaldsson, saksóknari sem sótti málið. Björn segist raunar fyrst hafa fengið vitneskju um slíkt í fjölmiðlum. Arngrímur Ísberg, héraðsdómari og dómsformaður í málinu, sagði við fréttastofu í dag að Einar hefði verið valinn til vera meðdómsmaður því hann hafi verið talinn hæfur til þess. Enginn hafi gert athugasemdir við hæfi Einars eftir að málinu var úthlutað eða undir rekstri málsins. En gerði Einar grein fyrir sínum tengslum? „Ég þarf að fletta því upp. Ég get ekki svarað þessu nema kanna þetta sérstaklega. En nú hef ég dæmt í þessu máli og það er mér óviðkomandi hér eftir," sagði Arngrímur, en þess ber að geta að dómurum er mjög þröngt sniðinn stakkur til að tjá sig um mál sem þeir hafa dæmt í. Við úthlutan mála hjá Héraðsdómi er það svo að það er dómstjórinn sem úthlutar málum til annarra dómara. Óskaði Arngrímur sérstaklega eftir því að fá að dæma í Exeter-málinu? „Ég hef verið dómari í 25 ár og ég hef aldrei óskað sérstaklega eftir máli," sagði hann í samtali við fréttastofu. Ákvörðun um áfrýjun málsins er í höndum Sigríðar J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknara en engin ákvörðun hefur verið tekin ennþá, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19 Stofnfjáreigandi í Byr: Trú á réttarkerfið er farin Allir þrír sakborningnir í Exeter málinu voru sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákærum um umboðssvik og peningaþvætti. Dómurinn er áfall fyrir sérstakan saksóknara og gæti verið fordæmisgefandi. 29. júní 2011 19:33 Klofinn dómur sýknaði alla sakborninga í Exeter-málinu Þremenningarnir sem ákærðir voru í hinu svokallaða Exeter-máli voru allir sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Málið er annað mál sérstaks saksóknara sem endar með dómi, en í fyrra málinu, sem snerist um innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar, var sakborningurinn fundinn sekur. 30. júní 2011 03:45 Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25 Léttir fyrir Styrmi: Skildi aldrei ákæruna "Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér,“ segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti. 29. júní 2011 13:04 Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstunni Ríkissaksóknari mun innan tíðar taka ákvörðun um hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar niðurstöðu héraðsdóms í Exeter-málinu. Í gær sýknaði héraðsdómur fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byrs, fyrrverandi stjórnarformann Byrs af ákæru um umboðssvik. Fyrrverandi forstjóri MP Banka var einnig sýknaður af ákæru um hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Dómurinn klofnaði í málinu og vildi einn dómari sakfella stjórnendur Byrs. 30. júní 2011 13:23 Dómari í Exeter málinu tengdur Byr Einn af dómurunum í Exeter málinu starfar sem forstöðumaður lögfræðisviðs í fyrirtæki þar sem stærsti eigandinn er Byr. Ekki var farið fram á vanhæfi hans vegna þessa. 30. júní 2011 18:30 Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Einar Ingimundarson, settur héraðsdómari í Exeter-málinu, vissi að samstarfsmaður hans hjá Íslenskum verðbréfum hefði verið vitni á rannsóknarstigi í málinu þegar hann tók að sér að dæma í því. Hann lét dómsformanninn, Arngrím Ísberg vita af stöðu sinni. Eins og fréttastofa greindi frá á fimmtudag er Einar, sem er héraðsdómslögmaður og einn þriggja dómara í Exeter-málinu, lögmaður hjá Íslenskum verðbréfum sem eru í eigu Byrs hf. Hann ásamt Arngrími Ísberg sýknaði sakborninga í málinu af umboðssvikum en einn dómari, Ragnheiður Harðardóttir, skilaði sératkvæði og vildi sakfella tvo sakborninga. Tengsl Einars við Byr eru ekki aðeins þau að hann vinni hjá Íslenskum verðbréfum, því einn af starfsmönnum Íslenskra verðbréfa er Atli Örn Jónsson, vitni í Exeter-málinu, en hann var náinn samstarfsmaður Ragnars Z. Guðjónssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byrs og eins af sakborningunum í málinu og áttu þeir m.a saman félagið Húnahorn en viðskipti með hlutabréf í eigu þess voru hluti af sakarefninu. „Ég vakti athygli Arngríms á að ég væri starfsmaður Íslenskra verðbréfa" Í g-lið 6. gr. laga um meðferð sakamála er ákvæði um sérstakt hæfi dómara en þar segir að dómarar séu vanhæfir ef fyrir hendi séu „önnur atvik eða aðstæður sem séu til þess fallin að draga óhlutdrægni þeirra með réttu í efa." Dómarar huga sjálfir að hæfi sínu og úrskurða raunar sjálfir um eigið hæfi sé það dregið í efa. En þá er stóra spurningin hvort Einar Ingimundarsson hafi sérstaklega vakið athygli á sínum tengslum og hugsanlegu vanhæfi sínu. Vaktirðu athygli Arngríms Ísbergs á hugsanlegu vanhæfi þínu? „Ég vakti athygli Arngríms á því að ég væri starfsmaður Íslenskra verðbréfa og Byr hf. væri stærsti hluthafi þess félags, en varðandi einhver tengsl mín við Atla Örn, sem vissulega vinnur hjá Íslenskum verðbréfum, þá flaug það mér ekki til hugar að það gætu verið einhver vanhæfistengsl þar á milli," segir Einar Ingimundarson. Vissi að Atli Örn hefði verið vitni Einar segist að hafa vitað af því að Atli hefði verið meðal vitna ákæruvaldsins á rannsóknarstigi, en Exeter málið hafi aldrei verið rætt í vinnunni. „Ég vissi að hann hefði farið í einhverjar skýrslutökur en ég vissi ekki að hann væri vitni í málinu, en ég vissi að hann hefði farið í skýrslutökur, já," segir Einar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar var sérstakt hæfi dómaranna ekki sérstaklega kannað við úhlutun málsins. „Við vissum að hann væri að vinna hjá Íslenskum verðbréfum en varðandi tengslin við Atla Örn Jónsson, við þekktum þau ekki," segir Björn Þorvaldsson, saksóknari sem sótti málið. Björn segist raunar fyrst hafa fengið vitneskju um slíkt í fjölmiðlum. Arngrímur Ísberg, héraðsdómari og dómsformaður í málinu, sagði við fréttastofu í dag að Einar hefði verið valinn til vera meðdómsmaður því hann hafi verið talinn hæfur til þess. Enginn hafi gert athugasemdir við hæfi Einars eftir að málinu var úthlutað eða undir rekstri málsins. En gerði Einar grein fyrir sínum tengslum? „Ég þarf að fletta því upp. Ég get ekki svarað þessu nema kanna þetta sérstaklega. En nú hef ég dæmt í þessu máli og það er mér óviðkomandi hér eftir," sagði Arngrímur, en þess ber að geta að dómurum er mjög þröngt sniðinn stakkur til að tjá sig um mál sem þeir hafa dæmt í. Við úthlutan mála hjá Héraðsdómi er það svo að það er dómstjórinn sem úthlutar málum til annarra dómara. Óskaði Arngrímur sérstaklega eftir því að fá að dæma í Exeter-málinu? „Ég hef verið dómari í 25 ár og ég hef aldrei óskað sérstaklega eftir máli," sagði hann í samtali við fréttastofu. Ákvörðun um áfrýjun málsins er í höndum Sigríðar J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknara en engin ákvörðun hefur verið tekin ennþá, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19 Stofnfjáreigandi í Byr: Trú á réttarkerfið er farin Allir þrír sakborningnir í Exeter málinu voru sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákærum um umboðssvik og peningaþvætti. Dómurinn er áfall fyrir sérstakan saksóknara og gæti verið fordæmisgefandi. 29. júní 2011 19:33 Klofinn dómur sýknaði alla sakborninga í Exeter-málinu Þremenningarnir sem ákærðir voru í hinu svokallaða Exeter-máli voru allir sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Málið er annað mál sérstaks saksóknara sem endar með dómi, en í fyrra málinu, sem snerist um innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar, var sakborningurinn fundinn sekur. 30. júní 2011 03:45 Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25 Léttir fyrir Styrmi: Skildi aldrei ákæruna "Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér,“ segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti. 29. júní 2011 13:04 Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstunni Ríkissaksóknari mun innan tíðar taka ákvörðun um hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar niðurstöðu héraðsdóms í Exeter-málinu. Í gær sýknaði héraðsdómur fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byrs, fyrrverandi stjórnarformann Byrs af ákæru um umboðssvik. Fyrrverandi forstjóri MP Banka var einnig sýknaður af ákæru um hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Dómurinn klofnaði í málinu og vildi einn dómari sakfella stjórnendur Byrs. 30. júní 2011 13:23 Dómari í Exeter málinu tengdur Byr Einn af dómurunum í Exeter málinu starfar sem forstöðumaður lögfræðisviðs í fyrirtæki þar sem stærsti eigandinn er Byr. Ekki var farið fram á vanhæfi hans vegna þessa. 30. júní 2011 18:30 Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19
Stofnfjáreigandi í Byr: Trú á réttarkerfið er farin Allir þrír sakborningnir í Exeter málinu voru sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákærum um umboðssvik og peningaþvætti. Dómurinn er áfall fyrir sérstakan saksóknara og gæti verið fordæmisgefandi. 29. júní 2011 19:33
Klofinn dómur sýknaði alla sakborninga í Exeter-málinu Þremenningarnir sem ákærðir voru í hinu svokallaða Exeter-máli voru allir sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Málið er annað mál sérstaks saksóknara sem endar með dómi, en í fyrra málinu, sem snerist um innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar, var sakborningurinn fundinn sekur. 30. júní 2011 03:45
Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25
Léttir fyrir Styrmi: Skildi aldrei ákæruna "Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér,“ segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti. 29. júní 2011 13:04
Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstunni Ríkissaksóknari mun innan tíðar taka ákvörðun um hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar niðurstöðu héraðsdóms í Exeter-málinu. Í gær sýknaði héraðsdómur fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byrs, fyrrverandi stjórnarformann Byrs af ákæru um umboðssvik. Fyrrverandi forstjóri MP Banka var einnig sýknaður af ákæru um hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Dómurinn klofnaði í málinu og vildi einn dómari sakfella stjórnendur Byrs. 30. júní 2011 13:23
Dómari í Exeter málinu tengdur Byr Einn af dómurunum í Exeter málinu starfar sem forstöðumaður lögfræðisviðs í fyrirtæki þar sem stærsti eigandinn er Byr. Ekki var farið fram á vanhæfi hans vegna þessa. 30. júní 2011 18:30