Innlent

Fólkið var komið í björgunarbát

Kollafjörður
Kollafjörður Mynd úr safni
„Þetta fór allt saman mjög vel,“ segir Kristinn Ólafsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu sem tók þátt í að bjarga átta manns úr báti sem sigldi í strand við Lundey í Kollafirði nú rétt fyrir hádegi.

Báturinn var farinn að halla töluvert þegar að björgunarsveitarmenn komu á vettvang en þá hafði fólkið í bátnum komið sér í björgunarbát. Björgunarsveitarmenn úr Kópavogi, Reykjavík og Kjalarnesi fóru á vettvang og segir Kristinn að þetta hafi gengið mjög fljótt fyrir sig.

Verið er að sigla með fólkið í land en þar taka lögreglu- og sjúkraflutningamenn við því. Enginn slasaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×