Innlent

Barnaníð í Eyjum: Maðurinn átti að sæta gæsluvarðhaldi

Bæjarstjórinn í Vestmanneyjum gerir alvarlegar athugasemdir við að maður sem nauðgaði dóttur sinni og er grunaður um brot gegn fleiri börnum hafi ekki verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að málið kom upp. Hann segir sýslumanninn á Selfossi hafa verið gerðan að blóraböggli í málinu. Ekki megi vanmeta aðstæður og hlut kerfisins í málum sem þessum. Bæjarstjórinn gagnrýnir aðferðafræði stjórnsýslunar að flytja ákvörðunartökuna ætíð frá fólki í héraði.

Maðurinn tók grófustu brotin upp á myndband en ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum þegar málið kom upp fyrir um ári síðan, jafnvel þótt hald væri lagt á þúsundir mynda og annara sönnunargagna á heimili mannsins. Fyrir um viku síðan var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. júlí að kröfu sett ríkissaksóknara.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir málið mannlegan harmleik í svarbréfi til íbúa í Eyjum sem Elliði lét Vísi hafa. „Á dómstólum og öðrum hvílir sú ábyrgð að læra af hverju og einu máli og reyna að haga málsmeðferðum þannig að hagsmuna fórnarlamba sé betur gætt en ég tel að verið hafi í þessu máli. Lögmaður barnsins hefur ma. bent á að hann hafi farið fram á gæsluvarðhald yfir gerandanum strax í nóvember á seinasta ári en af því hafi ekki orðið. Við það geri ég alvarlegar athugasemdir," segir bæjarstjórinn í bréfinu.

Sýslumaðurinn að vinna vinnuna sína

Með þessu segist Elliði ekki vera að taka undir gagnrýni á Ólaf Helga Kjartansson, sýslumann á Selfossi. Elliði telur að Ólafur Helgi hafi verið gerður að nokkrum blóraböggli í umfjöllun um málið. „Sýslumaðurinn á Selfossi er að vinna sína vinnu og eftir þeim römmum og starfsumhverfi sem honum eru settir af sínum yfirboðurum. Við Eyjamenn eins og margir aðrir á landsbyggðinni höfum marg ítrekað varað dómsmálaráðuneytið við því að málsmeðferð sé flutt í burtu frá þolendnum. "

Í hættu á að mæta kvalara sínum

Þá segir bæjarstjórinn að það liggi í augum uppi að hluti af vandanum í þessu máli sé að ákvarðantaka, svo sem um gæsluvarðhaldið, sé svo fjarri veruleika brotaþola.

„Ég er þess fullviss að sýslumaður hér í héraði, sem gengur um þessar sömu götur og hefur strax yfirgripsmikla þekkingu á forsendum, hefði ekki látið það viðganganst að barnugt fórnarlamb hafi í langan tíma mátt eiga það á hættu að mæta kvalra sínum hvar sem er og hvenær sem er. Og það löngu eftir að alvarleiki málsins er orðin kunnur þeim sem málið rannsökuðu. Hér er ekki hallað á sýslumannin á Selfossi heldur þá aðferðafræði stjórnsýslunar að flytja ákvörðunartökuna ætíð frá fólkinu inn á skrifstofur í Reykjavík eða í annað skjólgott umhverfi. Það bitnar nefnilega á þeim sem síst skyldi."

Sýslumaðurinn á Selfossi átti ekki að rannsaka málið

Elliði segir að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefði átt að rannsaka málið í stað sýslumannsins á Selfossi. Hann segir þó að minni embætti á landsbyggðinni geti þurft á aðstoð að halda í flóknum og erfiðum málum.

„Ég gagnrýni hinsvegar harðlega að ákvörðunartaka í málum sem þessu skuli ekki fara fram í nærumhvefinu og í þessu tilviki hefði hið eðlilega verið að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefði stýrt rannsókn og tekið ákvörðun um hvort beita ætti gæsluvarðhaldi eður ei, en ekki sýslumaðurinn á Selfossi og þá síður aðilar í Reykjavík. Alveg burt séð frá persónum og leikendum á hverjum stað, hverju sinni."


Tengdar fréttir

Níddist á telpu og myndaði athæfið

Karlmaður á fimmtugsaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rökstudds gruns að hann hafði níðst kynferðislega á stúlkubarni svo mánuðum skipti.

Meintur barnaníðingur bar við minnisleysi

Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa misnotað þrjár stúlkur kannaðist við yfirheyrslur við að eiga klámfengið efni sem fannst í tölvum á heimili hans en bar við minnisleysi þegar honum voru sýndar myndir af honum misnota eina stúlkuna. Á heimili mannsins fundust tæplega 9 þúsund ljósmyndir og rúmlega 600 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Brotinn varða allt að 16 ára fangelsi, en stór hluti brotanna er til á upptökum og ljósmyndum.

Gæsluvarðhald yfir meintum barnaníðingi staðfest

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir meintum barnaníðingi í Vestmannaeyjum. Maðurinn er á fimmtugsaldri og telur saksóknari rökstuddan grun um að hann hafi níðst kynferðislega á stúlkubarni svo mánuðum skipti.

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir meintum barnaníðingi í Vestmannaeyjum sem er sakaður um að hafa misnotað átta ára gamla stjúpdóttur sína. Hann skal sitja í varðhaldi til 22. júlí næstkomandi. Maðurinn er grunaður um að hafa misnotað þrjár stúlkur.

Lögregla gæti hafa gert mistök í máli barnaníðings

Meintur barnaníðingur í Vestmannaeyjum gekk laus í um það bil eitt ár eftir að myndir sem hann tók af fórnarlambi sínu komust í hendur lögreglu. Hann er grunaður um að hafa níðst á fórnarlambi sínu, átta ára stjúpdóttur sinni, svo mánuðum skipti.

Ólafur Helgi ekki íhugað að segja af sér

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segist ekki hafa íhugað að segja af sér embætti eftir að Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir meintum barnaníðingi í Vestmannaeyjum.

Pabbi saksóknara deilir á sýslumann

Sýslumaðurinn á Selfossi gagnrýnir að yfirmenn annarra lögregluliða hafi tjáð sig um barnaníðingsmálið í Vestmannaeyjum án þess að hafa aðgang að rannsókn málsins. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík, sem gagnrýndi Ólaf Helga harðlega í byrjun vikunnar, er faðir saksóknara málsins.

Kallar eftir afsögn sýslumannsins á Selfossi

Fulltrúi í stjórnlagaráði segir að Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sé ekki fær um að vernda fólk og eigi því að segja af sér þegar í stað.

Staðfestir að óformleg samskipti áttu sér stað

Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, staðfestir að óformleg samskipti hafi átt sér stað á milli embættisins og lögreglu við rannsókn á barnaníði í Vestmannaeyjum. Hún tekur þó fram að ríkissaksóknari hafi ekki haft áhrif á endanlega ákvarðanatöku sýslumannsins á Selfossi varðandi gæsluvarðhald, enda ekki með málsgögn undir höndum. Það er í samræmi við yfirlýsingu Ólafs Helga Kjartanssonar sem hann sendi frá sér í gær vegna málsins og tekur þar fulla ábyrgð á þeirri ákvörðun að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir manninum sem nú er til rannsóknar eftir að myndir og myndbönd af honum að nauðga stjúpdóttur sinni komust í hendur lögreglu. „Settur saksóknari kaus að lýsa því, við flutning kröfunnar fyrir Héraðsdómi Suðurlands, sem mistökum Lögreglustjórans á Selfossi að hafa ekki gert kröfu um gæslu yfir meintum geranda. Þetta gerir saksóknarinn vitandi vits að óformleg samskipti höfðu farið fram milli embættanna um mögulega gæsluvarðhaldskröfu bæði við upphaf máls, þegar upplýsingar um myndefnið lágu fyrir og við ábendingar barnaverndarnefndar Vestmanneyja í mars s.l. Niðurstaða þeirra samskipta var samdóma álit um að ekki skyldi krefjast gæsluvarðhalds. Ábyrgðin á þeirri ákvörðun er hinsvegar lögreglustjórans."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×