Innlent

Vatnsberinn fannst á meðferðarheimili

Þór Óliver Gunnlaugsson, hættulegur strokufangi, sem lýst var eftir fyrr í dag er fundinn. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu fannst Þór í Hlaðgerðarkoti sem er meðferðarheimili fyrir áfengissjúklinga. Hann verður fluttur í fangelsið á Skólavörðustíg og væntanlega í framhaldinu á Litla-Hraun.

Þór Óliver var í læknisskoðun á Landspítalanum við Hringbraut þegar hann strauk á fimmta tímanum í dag.

Þór Óliver hét áður Þórhallur Ölver og er einnig oft kallaður Vatnsberinn. Hann á að baki langan sakaferil en hann hefur setið í fangelsi undanfarin ár fyrir morðið á Agnari W. Agnarssyni á heimili hans við Leifsgötu í Reykjavík.




Tengdar fréttir

Vatnsberinn var á spítala þegar hann strauk

Þór Óliver Gunnlaugsson, sem áður hét Þórhallur Ölver og oft er kallaður Vatnsberinn, og lýst er eftir á að baki langan sakaferil eða allt frá árinu 1979. Hann hefur setið í fangelsi frá 1999 fyrir að hafa myrt Agnar W. Agnarsson á heimili sínu við Leifsgötu í Reykjavík.

Lögreglan lýsir eftir hættulegum strokufanga

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir, Þór Óliver Gunnlaugssyni, (áður Þórhallur Ölver Gunnlaugsson). Þórhallur var á höfuðborgarsvæðinu þegar hann strauk að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni. Hann var klæddur í bláar gallabuxur og var í bláum stuttermabol. Hann er talinn vera hættulegur og afplánar 16 ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×