Innlent

Ljósmæður gagnrýna stefnuleysi

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
„Ef ljósmæður færu að sinna þessu úr heilsugæslunni þá yrði ein ljósmóðir í dag og önnur á morgun og það er alls ekki góð þróun," segir Guðrún.
„Ef ljósmæður færu að sinna þessu úr heilsugæslunni þá yrði ein ljósmóðir í dag og önnur á morgun og það er alls ekki góð þróun," segir Guðrún. Mynd úr safni
Skammtíma framlenging á samningi ljósmæðra við Sjúkratryggingar Íslands kemur í veg fyrir framþróun þjónustunnar segir ljósmóðir. Samningurinn hefur fimm sinnum verið framlengdur frá byrjun árs 2009.

Sex mánaða framlenging á samningi ljósmæðra við Sjúkratryggingar Íslands tók gildi í dag. Þetta þýðir að foreldrum og nýfæddum börnum þeirra mun áfram standa til boða að fá heimaþjónustu ljósmæðra í allt að átta skipti eftir að komið er heim. Guðrún Guðlaugsdóttir, ljósmóðir, segir heilbrigðisyfirvöld nú hafa samið til skamms tíma, líkt og svo oft áður, en samningurinn var fyrst samþykktur í febrúar tvöþúsund og níu.

„Síðan þá hefur honum verið framlengt í fjögur skipti og nú í fimmta sinn. Þetta eru skammtíma framlengingar allt frá einum mánuði upp í sex mánuði," segir hún.

Guðrún telur það vera stefnuleysi að hálfu yfirvalda að stíga ekki skrefið til fulls.

„Með svona skammtímalausnum að þá hefur það orðið til þess að við náum ekki markvisst að vinna að framþróun varðandi þessa þjónustu," segir hún.

Hugmyndir hafa verið uppi um að færa þjónustuna undir hatt heilsugæslunnar en Guðrún telur þá breytingu ekki vænlega.

„Ef ljósmæður færu að sinna þessu úr heilsugæslunni þá yrði ein ljósmóðir í dag og önnur á morgun og það er alls ekki góð þróun," segir Guðrún.

Þá er hún þeirrar skoðunar að breytingin leiði ekki til fjárhagslegrar hagræðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×