Innlent

Nýtt líf í miðborginni

Borgarstjóri vígir nýju húsin
Borgarstjóri vígir nýju húsin Mynd Valgarður
Jón Gnarr, borgarstjóri vígði fyrir stundu þau hús sem voru enduruppgerð á mótum Austurstrætis og Lækjargötu, en húsin þrjú eyðilögðust í eldsvoða árið 2007.

Fjölmargir rekstraraðilar hafa nú þegar hafið starfsemi í byggingunum en Reykjavíkurborg er eigandi þeirra.

Því næst opnaði borgarstjóri göngugötuna í Austurstræti en þar hafa staðið yfir miklar framkvæmdir og endurnýjun til að gera götuna tilbúna fyrir iðandi mannlíf í miðborginni. Þar með var verki borgarstjóra ekki lokið því að þessu loknu gekk hann upp á Laugarveg þar sem hann opnuð var svonefnd sumargata Laugarvegarins, göngugata frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg. Stefnt er að því að þessi hluti Laugavegar verði lokaður fyrir bílaumferð til 1. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×