Innlent

Veikum manni komið á spítala og veiðarfæri losuð úr skrúfu báts

Athugið að myndin er úr safni.
Athugið að myndin er úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með veikan mann við Borgarspítalann laust fyrir hádegi. Þyrlan sótti manninn til Kirkjubæjaklausturs en flytja þurfti hann á spítala vegna veikinda.

Nóg var um að vera hjá gæslunni í morgun. Þannig höfðu þeir fjareftirlit með hátt í þúsund bátum auk þess sem gæslunni barst útkall um vélarvana bát í Breiðafirði.

Sá hafði fengið veiðarfæri í skrúfuna við Svefneyjar, suður af Hvallátrum. sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar komu á vettvang og losuðu færin úr skrúfunni.


Tengdar fréttir

Þyrla kölluð út vegna alvarlegra veikinda á Kirkjubæjaklaustri

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna alvarlegra veikinda á Kirkjubæjarklaustri. Þá er bátur vélarvana á Breiðafirði en mikið annríki er í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, en allt stefnir í metfjölda skipa og báta á sjó í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×