Innlent

„Það býr líka fólk fyrir austan“

Fólk hefur hætt sér yfir Múlakvísl á jeppum.
Fólk hefur hætt sér yfir Múlakvísl á jeppum. Mynd/Þórir
„Það býr líka fólk fyrir austan, ekki bara ferðamenn“ segir Bryndís F. Harðardóttir, atvinnurekandi í Vík en þrír af starfsmönnum hennar búa austan Múlakvíslar.

Bryndís segir brúarleysið hafa áhrif á daglegt líf allra íbúa austan Mýrdalssands, þar sem öll aðföng komi úr vestri. Fólk þurfi brúna vilji það komast á sjúkrahús eða til tannlæknis auk þess sem heyskapur sé framundan og bændur þurfi olíur, rúlluplast og bönd, svo dæmi séu nefnd.

Í gær stóð fyrirtæki Bryndísar, Framrás, fyrir því að Jarðýta keyrði yfir Múlakvísl, en það var gert til að athuga hvort hægt væri að sækja starfsmenn fyrirtækisins yfir ána. Í morgun komust þeir svo til vinnu að sögn Bryndísar; tveir á jeppum og einn á vörubíl.

„Við þökkum fyrir umfjöllun fjölmiðla,“ segir Bryndís „en við erum ekki bara ferðaþjónusta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×