Innlent

Flytja vinnuvélar og efni til brúargerðar yfir Múlakvísl

Að minnsta kosti einn stór og upphækkaður jeppi fór fram og til baka yfir kvíslina í gær.
Að minnsta kosti einn stór og upphækkaður jeppi fór fram og til baka yfir kvíslina í gær. Mynd/Þórir N. K.
Vegagerðin er þegar byrjuð að flytja vinnuvélar og efni til brúargerðar yfir Múlakvísl eftir að brúnna þar tók af í hamfaraflóði um helgina og þjóðvegur eitt lokaðist. Að minnsta kosti einn stór og upphækkaður jeppi fór fram og til baka yfir kvíslina í gær og í ráði er að 40 manna herflutningarúta á vegum einkaaðila selflytji fólk yfir hana á meðan á brúarsmíðinni stendur.

Hægt er að aka hjáleið um Fjallabaksleið nyrðri, en hún er aðeins jeppafær. Þá hefur bannsvæði vegna ferðamanna á Mýrdalsjökli verið minnkað og má nú fara um suðvestanverðan jökulinn. Engin skjálftavirkni var á svæðinu í nótt, en almannavarnir fylgjast enn grannt með framvindu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×