Innlent

Þannig brúa herir stórfljót á 12 mínútum

Hermönnum í bandaríska þjóðvarðliðinu tókst á heræfingu fyrir tveimur árum að brúa Missouri-ána, eitt af stórfljótum Bandaríkjanna, á aðeins 12 mínútum og einni sekúndu. Það var gert með því að nota færanlega og fljótandi brú, sem sett var saman úr mörgum einingum. Nánar má lesa um þetta hér.

Verkefni verkfræðideilda herja flestra þjóða er að brúa fljót á sem skemmstum tíma. Til þess nota þeir færanlegar brýr og brúarhluta af ýmsum toga, svo sem brýr sem eru ofan á skriðdrekum og brýr ofan á trukkum. Hægt er að flytja þær heimsálfa á milli á skömmum tíma með stórum herflutningavélum, eins og hinni bandarísku Lockheed Calaxy C-5.

Því má því spyrja hvort íslenskur ráðherra gætu ekki með einu símtali í kvöld til ráðamanna einhverrar vinaþjóðar í NATO leyst vandann á Mýrdalssandi. Viðbragðsfljót herdeild gæti jafnvel verið komin með brúna til landsins í fyrramálið og hún kannski komin í notkun fyrir næsta kvöld. Hér að ofan má sjá myndir af brúm sem kæmu til greina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×