Innlent

Réðst á dyraverði Austur og síðan á lögregluna

Töluvert var um ölvun á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrettán gistu fangageymslur lögreglu og sex voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur.

Tilkynnt var um umferðaróhapp á Suðurlandsbrautinni á móti Hilton hóteli um fimmleytið í nótt. Rúmlega tvítugur karlmaður ók glæfralega með þeim afleiðingum að hann keyrði á staur og endaði á grindverki. Ökumanninn sakaði ekki en hann er grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Einn farþegi var í bílnum og var hann fluttur á slysadeild með minniháttar áverka.

Þá komu tvær líkamsárásir inn á borð lögreglu. Í öðru tilvikinu var ráðist á dyraverði á veitingastaðnum Austur í miðborginni. Lögregla var kölluð á staðinn en ekki vildi betur til en svo að ofbeldismaðurinn snéri reiði sinni að lögregluþjónunum og réðst á þá. Hann var færður í járn og hefur verið kærður fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×