Leitar að líkum við Útey: Ég er með slæman hnút í maganum Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2011 18:30 Enn er ekki vitað hversu margra er saknað eftir sprengju- og skotárásirnar í Noregi á föstudag. Fólks er enn leitað í og við Útey sem og í húsarústum í miðborg Oslóar. Níutíu og sex manns eru særðir, þar af margir alvarlega eftir árásirnar á föstudag. Enn einn hefur bæst í hóp fallinna því norska ríkissjónvarpið greindi frá því í morgun að ungur maður sem særðist í skotárásinni í Útey hefði dáið á sjúkrahúsi í morgun. Heildarmynd hryllingsins er ekki enn að fullu komin í ljós. Fyrir utan þá níutíu og þrjá sem nú er staðfest að hafi fallið, eru níutíu og sex særðir þar af margir mjög alvarlega. Sextíu og sex eru sárir eftir skotárásina í Útey og þrjátíu eftir sprengjutilræðið í stjórnarráðshverfinu í Osló. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofan fékk frá lögreglunni í Osló er enn verið að reyna að koma upp endanlegum lista yfir þá sem voru í Útey, en þar dvöldu um 500 ungmenni og starfsfólk. Lögreglan vill ekkert segja um fjölda þeirra sem saknað er. Enn sé mögulegt að lík eigi eftir að finnast í og við eyna sem og í húsarústum í miðborg Oslóar. En leit er haldið áfram við Útey, þar sem margir særðir og ósærðir lögðust til sunds á flótta sínum undan ódæðismanninum. „Ég er með slæman hnút í maganum. Það er ekki spennandi að taka þátt í þessari leit. Maður hugsar til þeirra sem spyrja: „Hvar er dóttir mín, hvar er sonur minn?" Því munum við gera það sem í okkar valdi stendur til að finna þetta fólk," segir Norðmaður sem leitaði að ungmennum við Útey í dag. Óstaðfestar fréttir herma að um 25 manns sé leitað við Útey og að fimm manneskjur hafi enn ekki komið í leitirnar í miðborg Oslóar. Það er þó rétt að ítreka að lögreglan vill ekki staðfesta þessar tölur, en opinberlega er enn verið að leita að fimm nafngreindum einstaklingum. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Sjá meira
Enn er ekki vitað hversu margra er saknað eftir sprengju- og skotárásirnar í Noregi á föstudag. Fólks er enn leitað í og við Útey sem og í húsarústum í miðborg Oslóar. Níutíu og sex manns eru særðir, þar af margir alvarlega eftir árásirnar á föstudag. Enn einn hefur bæst í hóp fallinna því norska ríkissjónvarpið greindi frá því í morgun að ungur maður sem særðist í skotárásinni í Útey hefði dáið á sjúkrahúsi í morgun. Heildarmynd hryllingsins er ekki enn að fullu komin í ljós. Fyrir utan þá níutíu og þrjá sem nú er staðfest að hafi fallið, eru níutíu og sex særðir þar af margir mjög alvarlega. Sextíu og sex eru sárir eftir skotárásina í Útey og þrjátíu eftir sprengjutilræðið í stjórnarráðshverfinu í Osló. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofan fékk frá lögreglunni í Osló er enn verið að reyna að koma upp endanlegum lista yfir þá sem voru í Útey, en þar dvöldu um 500 ungmenni og starfsfólk. Lögreglan vill ekkert segja um fjölda þeirra sem saknað er. Enn sé mögulegt að lík eigi eftir að finnast í og við eyna sem og í húsarústum í miðborg Oslóar. En leit er haldið áfram við Útey, þar sem margir særðir og ósærðir lögðust til sunds á flótta sínum undan ódæðismanninum. „Ég er með slæman hnút í maganum. Það er ekki spennandi að taka þátt í þessari leit. Maður hugsar til þeirra sem spyrja: „Hvar er dóttir mín, hvar er sonur minn?" Því munum við gera það sem í okkar valdi stendur til að finna þetta fólk," segir Norðmaður sem leitaði að ungmennum við Útey í dag. Óstaðfestar fréttir herma að um 25 manns sé leitað við Útey og að fimm manneskjur hafi enn ekki komið í leitirnar í miðborg Oslóar. Það er þó rétt að ítreka að lögreglan vill ekki staðfesta þessar tölur, en opinberlega er enn verið að leita að fimm nafngreindum einstaklingum.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Sjá meira